Vee Speers (f. 1962) er heimsfrægur ljósmyndari fædd í Ástralíu en hefur búið og starfað í París síðan 1990. Hún lærði listir og ljósmyndun við QCA í Brisbane áður en hún fór að vinna hjá ABC sjónvarpasstöðinni í Sydney á áttunda áratugnum. Eftir að hún flytur til Parísar þá opnar hún sýninguna Bordello sem hún fylgir eftir með The Birthday Party, Immortal and Thirteen.
 
The Birthday Party ; Dramatískar Portreit myndir af börnum á leiðinni í búningapartý þar sem sköpunargleðin fær að ráða hjá börnunum. Þau eru klædd ýmist í prinsessubúning eða hermannabúning og svo lengi mætti telja. Með þessu fangar Vee Speers þá fínu línu sem er milli raunveruleikans og ýmindunaraflsins. Vee Speers fékk hugmyndina þegar dóttir hennar var 9 ára á leiðinni í sitt eigið búningapartý. Hún endaði á að taka mynd af dóttur sinni og svo félögum hennar.
 
Verk hennar hafa meðal annars verið á forsíðu Photo International, Images Magazine, The British Journal of Photography, og The Sunday Times UK.